• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeið í gærkvöldi

Í gærkvöldi var námskeiðið "Vélsleðamaður 1" haldið í Súluhúsinu á Akureyri. Yfirleiðbeinandi björgunarskólans í vélsleðamálum, Gílsi Páll Hannesson úr Kyndli í Mosfellsbæ sá um námskeiðið.

Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu, rúmlega 20 manns frá björgunarsveitum á svæðinu. Frá sleðadeild Dalbjargar fóru 8 manns auk þess að formaðurinn okkar sat námskeiðið.

Námskeiðið var góð upprifjun og nokkrir punktar sem gott var að brýna á. Það markverðasta var samt kröfur og búnaður sem alltaf eru að aukast á sleðaflokka björgunarsveita. Meðal annars að sleðar séu alltaf útbúnir með sprungubjörgunarbúnaði og að ökumenn sleða hafi lokið "Björgunarmanni 1" auk vélsleðamanni 1, fyrstahjálp 2, Snjóflóðamat og veðurfræði á fjöllum.

Af þessum kröfum sýnist mér við standa mjög vel búnaðarlega, helst er að við þurfum að bæta sigbúnað sem fylgir sleðunum en ekki einstaklingsbúnað eins og þetta er í dag. Við þurfum samt að taka okkur aðeins á í námskeiðsmálum, þótt flestir séu búnir með "björgunarmann 1", fyrstuhjálp 2 og núna vélsleðamann 1.

Næstu námskeið sem verða tekin eru GPS-rötun upprifjun og snjóflóðaleit en þau verða bæði eftir áramót hjá okkur í Dalbjörgu. Síðast en ekki síst er fjallabjörgun 1 sem við tökum í vor, ég vil samt benda sleðadeildarmönnum á að mæta á æfingu/ar með "fjallabjörgunarhópnum" sem reynt er að hafa tvisvar í mánuði.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is