• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Sleðamenn í vandræðum

Sleðamenn í vandræðum
Það náðist óskýr mynd af einum ökumanninum

Seinnipartinn í dag fóru Smári og Valgeir á  “Dalbjörg 2” að aðstoða sleðamenn sem voru að vandræðast á Eyjafjarðará við Torfur.

Þeir höfðu verið að aka eftir ánni og síðan ekið inn á svæði þar sem hún hafði rutt sig og bólgnað og var aðeins krapaskæni á ánni með nýföllnum sjó ofan á. Misstu þeir niður þrjá sleða mismikið og mislangt frá árbakkanum en mjög djúpt niður á botninn. Það þurfti að notast við spil, planka og langt tóg til að ná í sleðana. Björgunin tókst gríðarvel og var eftir á að hyggja góð æfing og reynsla sem nýtist fyrir félaga okkar sem voru staddir þarna.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is