• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Björgunarmaður 3

Björgunarmaður 3 er efsta stig menntunar hjá Björgunarskólanum og felst í hinum svokölluðu Fagnámskeiðum eða ígildum þeirra. Fagnámskeiðin eru í flestum tilfellum ítarlegustu námskeiðin í hverju fagi fyrir sig hjá Björgunarskólanum og í hverju tilfelli fyrir sig er krafist ákveðinna lágmarks framhaldsnámskeiða fyrir þátttöku auk þess sem gerðar eru kröfur um lágmarksaldur og reynslu. Með því að ljúka fagnámskeiði nær þátttakandi gráðunni Björgunarmaður 3 í viðkomandi fagi. 

Lista yfir fagnámskeiðin má sjá á vef Björgunarskólans.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is