Stóra Dalbjargarferðin 4.-6. mars 2016
- 21 stk.
- 18.04.2016
Helgina 4.-6. mars var lagt upp í hina Stóru Dalbjargarferð. Í ferðina fóru 15 manns á báðum björgunarsveitabílunum okkar og 3 einkabílum. Lagt var af stað frá Dalborg um kaffileytið og var ferðinni heitið austur í Húnavatnssýslu, inn Blöndudalinn og í Ströngukvíslarskála þar sem við gistum báðar næturnar. Á laugardeginum fengum við mjög gott veður og skoðuðum okkur um á svæðinu í kring. Sumir vildu kalla þetta skálaferðina miklu því í heildina stoppuðum við hjá 9 skálum. Eftir daginn var haldið til baka í Ströngukvíslarskála og grillaður kvöldmatur. Á sunnudeginum vöknuðum við í róegheitunum, borðuðum, gengum frá og héldum sömu leið til baka.
Skoða myndir