• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Reglur fyrir útkallsskrá

Viðmiðunarreglur fyrir útkallsskrá Dalbjargar

Smellið hér til að skoða námsgrunn ykkar hjá Landsbjörg.

  • Notendanafn = kennitala (Jónasar)
  • Lykilorð = Jóna.1234

Kröfur og skilyrði:

Aðili þarf að vera orðinn 18 ára og vera fullgildur félagi í Hjálparsveitinni Dalbjörg til að vera á heildar- og/eða tækjaútkallslista.

Aðili þarf að eiga og/eða hafa góðan aðgang að viðeigandi búnaði til að teljast útkallshæfur.
Lágmarksbúnaður:

  • Góður fatnaður
    • Landsbjargargallinn (skilyrði)
    • Hlý nærföt
    • Flíspeysa/buxur eða sambærilegt
    • Fleira nauðsynlegt, s.s. húfur, sokkar og vettlingar
  • Gönguskór
  • Vasaljós
  • Höfuðljós
  • Hjálmur
  • Bakpoki
  • Skyndihjálparbúnaður

Námskeið:

Aðili þarf að hafa lokið vissum námskeiðum innan Björgunarmanns 1 til að mega vera á heildarútkallslista Dalbjargar. 

Lágmarksnámskeið fyrir heildarútkall:

  • Björgunarmaður í aðgerðum
  • Ferðamennska
  • Fjallamennska 1
  • Fjarskipti 1
  • Fyrsta hjálp 1
  • Rötun
  • Snjóflóð 1
  • Fyrsta hjálp 2 (Björgunarmaður 2, en samt skyldunámskeið)

Auk þessa er miðað við að þeir sem eru á tækjaútkallslista séu búnir með námskeiðin í Björgunarmanni 1. Þeir sem eiga eftir námskeið skulu leggja allt kapp á að ljúka þeim og afla sér framhaldsmenntunar.

Björgunarmaður 1:

  • Björgunarmaður í aðgerðum
  • Ferðamennska
  • Fjallamennska 1
  • Fjarskipti 1
  • Fyrsta hjálp 1
  • Rötun
  • Snjóflóð 1
  • Leitartækni 
  • Öryggi við sjó og vötn

Athuga skal að það fer alltaf eftir eðli útkallsins hvaða kröfur eru gerðar til björgunarmanna.Ef stjórnandi aðgerðar telur aðila ekki vera hæfan til útkallsins vegna skorts á kunnáttu, búnaði eða öðru, getur stjórnandi vísað aðilanum frá eða falið honum annað verkefni.

Við minnum á að í  Siðareglum Landsbjargar, sem við lútum öll, segir að:

“Félögum ber að hlýða stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgja því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum.”

 

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is