• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeið 2011-2012

Nú er verið að skrá inn námskeið sem verða næsta vetur hjá SL. Hér eru nokkur námskeið, bæði fjarnám og fagnámskeið, sem við getum nýtt okkur.

Við minnum á mikilvægi þess að afla sér menntunar, viðhalda henni og auka við hana.  Reglur um kröfur sveitarinnar til að komast á útkallsskrá voru settar í fyrra. Þannig er alveg skýrt að ljúka þarf tilsettum markmiðum til þess að mega vera á útkallsskrá.

Fjarnám

30. september 2011
27. janúar 2012
  • Fjarskipti 1
  • Fyrsta hjálp 1
7. október 2011
3. febrúar 2012
  • Rötun
  • Ferðamennska
14. október 2011
10. febrúar 2012
  • Leitartækni
  • Björgunarmenn í aðgerðum
21. október 2011
17. febrúar 2012
  • Fjallamennska 1
  • Öryggi við sjó og vötn
28. október 2011
30. mars 2012
  • Snjóflóð 1
Þetta er gott skipulag því að fólk þarf ekki að taka mörg námskeið í einu og hér er því gott tækifæri til að klára Björgunarmann 1 á einu bretti - nú eða klára það sem eftir er.
Við leggjum áherslu á að allir taki námskeiðið Öryggi við sjó og vötn, en það er aðeins kennt á netinu og engin þörf á mætingu. Það á eftir að koma í ljós hvort við fáum námskeiðið til okkar í vetur.

Fagnámskeið

  • Fagnámskeið í aðgerðastjórnun 14. september 2011
  • Fagnámskeið í ferðamennsku og rötun 22. september 2011
  • Fagnámskeið í leitartækni 13. október 2011
  • WFR - Fyrsta hjálp í óbyggðum 20. október 2011 og 17. mars 2012
  • Endurmenntun WFR 18. nóvember 2011 og 10. febrúar 2012
  • Fagnámskeið í snjóflóðum á Dalvík 15. febrúar 2012
  • Fagnámskeið í fjallamennsku 29. febrúar 2011
  •  WALS 6. mars 2012
  • Leiðbeinendanámskeið í fyrstu hjálp 20. apríl 2012
  • Fjallabjörgun - rigging for rescue 27. maí 2012
Eins og sjá má eru fjölmörg fagnámskeið sem félagar geta nýtt sér. Ef þið hafið áhuga á einhverju þessara námskeiða, endilega hafið samband við stjórnina.
Markmiðið okkar er að halda menntuninni alltaf áfram, svo ekki láta staðar numið eftir að Björgunarmanni 1 er náð, haldið áfram á ykkar áhugasviði og lærið meira!

Námskeið nálægt okkur

Námskeið sem eru komin á dagskrá og eru í okkar nágrenni eru þessi:

  • Fjallamennska 2, Húsavík, 14.-16. október 2011
  • Ferðamennska og rötun, Hrísey, 22.-23. október 2011
  • Leitartækni, Grenivík, 4.-6. nóvember 2011
  • Fjallabjörgun 1, Dalvík,11.-13. nóvember 2011
  • Tetrafjarskipti, Húsavík, 26. nóvember 2011
  • Leitartækni, Húsavík, 13.-15. janúar 2012
  • Snjóflóð 2, Dalvík, 3.-5. febrúar 2012.
Stjórn á eftir að ákveða hvaða námskeið verða pöntuð til okkar í vetur, en hér getið þið séð það sem verður í kringum okkur.
Ef þið óskið eftir sérstökum námskeiðum, hafið samband við stjórn.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is