Heimsókn á lögreglustöðina 2. febrúar
- 2 stk.
- 06.02.2017
Okkur var boðið í heimsókn á lögreglustöðina 2. febrúar.
Skoða myndirOkkur var boðið í heimsókn á lögreglustöðina 2. febrúar.
Skoða myndirMyndir frá nokkrum námskeiðum sem haldin voru í janúar og febrúar 2017.
Skoða myndirHelgina 4.-6. mars var lagt upp í hina Stóru Dalbjargarferð. Í ferðina fóru 15 manns á báðum björgunarsveitabílunum okkar og 3 einkabílum. Lagt var af stað frá Dalborg um kaffileytið og var ferðinni heitið austur í Húnavatnssýslu, inn Blöndudalinn og í Ströngukvíslarskála þar sem við gistum báðar næturnar. Á laugardeginum fengum við mjög gott veður og skoðuðum okkur um á svæðinu í kring. Sumir vildu kalla þetta skálaferðina miklu því í heildina stoppuðum við hjá 9 skálum. Eftir daginn var haldið til baka í Ströngukvíslarskála og grillaður kvöldmatur. Á sunnudeginum vöknuðum við í róegheitunum, borðuðum, gengum frá og héldum sömu leið til baka.
Skoða myndirDagana 18.-19. Apríl fórum við í marglofaða jeppaferð með krökkunum okkar. Fórum við á báðum björgunarsveitar bílunum okkar, björgunarsveitar bíl frá Tý, Svalbarðseyri og einum eiinkabíl. Á laugardeginum var farið upp Stórutungu leið, með stoppi hjá Aldeyjarfossi og gistum við í Réttartorfu. Á sunnudeginum héldum við aftur sömu leið tilbaka. Rosa skemmtileg ferð og allir sáttir og kátir eftir hana!
Skoða myndirHér eru ýmsar myndir frá unglingastarfinu hjá Dalbjörg veturinn 2015.
Skoða myndirÞann 22. nóvember voru Grettis félagar búnir að undirbúa flotta veislu og buðu nágrannasveitum nær og fjær að fagna deginum með sér. Skruppum við 4 Dalbjargar félagar og fögnuðu deginum með þeim, heimamenn voru búnir að raða öllum sínum tækjum og búnaði snyrtilega til sýnis og undirbúa dýrindis veisluborð. Þökkum við gott boð og óskum þeim allt hið besta. Fyrirmyndar sveit þar á ferð.
Skoða myndirHelgina 21. - 23. febrúar sl. fórum við 5 félagar úr Dalbjörg á æfingarhelgi í Borgarfirði á vegum Björgunarhesta Íslands. Við tókum ekki hesta með okkur suður en við m.a. æfðum flutning slasaðra á hestum, tókum leitaræfingu, sátum fyrirlestra hjá dýralæknum og öðrum hestamönnum. Við fengum gistingu á Gistiheimilinu Geirshlíð í Flókadal og gistum þar ásamt fleiri sveitum annarsstaðar að af landinu.
Skoða myndir