Fjölskyldudagur 1. maí í Víkurskarði
- 30 stk.
- 01.05.2014
Þann 26. október 2013 hófum við þær breytingar að breyta blómaskála í björgunarsveitahús. Mættu nokkrir félagar galvaskir snemma morguns og var unnið alveg fram að kvöldmatartíma. Hér eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.
Skoða myndirFimmtudaginn 3. apríl fóru 12 manns upp í Garðsárdal á báðum jeppum sveitarinnar, fjórum sleðum og snjóbíl. Tilgangur ferðarinnar var að moka ofan af gangnaskálanum Adda sem er þar í dalnum. Snjórinn var orðinn það mikill að hann var að sliga skálann og því nauðsynlegt að moka af honum svo ekki yrði tjón á skálanum. Lagt var af stað um kl. 17 og komið heim um kl. 23 um kvöldið. Veður og færi var gott og allir voru ánægðir með afrekið þennan daginn.
Skoða myndirÞann 30. mars 2014 fóru 9 félagar Dalbjargar í dagsferð inn á hálendið í fínasta veðri.
Skoða myndirHér eru ýmsar myndir frá unglingastarfinu hjá Dalbjörg veturinn 2014.
Skoða myndirDagana 14.-16. mars var Stóra Dalbjargarferðin farin. Ætlunin var að fara í Réttartorfu og þaðan í Gæsavötn en áætlunin breyttist aðeins vegna veðurs og við vorum í Réttartorfu alla helgina. Mjög gaman og góður hópur í þessari ferð!
Skoða myndirHelgina 24.-26. janúar 2014 fórum við 10 frá Dalbjörg á námskeiðið Fjallamennska 1 sem haldið var á Grenivík. Við keyrðum á milli á Hiace og einum einkabíl. Einnig kom með okkur einn félagi frá Tý, einn frá Súlum og þrír frá Grenivík. Við fengum flott og skemmtilegt veður, frábært fyrir svona námskeið. Leiðbeinendurnir voru þrír, allir frá Súlum.
Skoða myndir