Hér má sjá allar upplýsingar um þær leiðir sem þú getur notað til að styðja við bakið á okkur í Hjálparsveitinni Dalbjörg eða Unglingadeildinni Böngsum, hvort sem það er með því að ganga í sveitina, styrkja okkur með kaupum á búnaði eða með beinum peningastyrkjum. Ef þú ert með aðrar hugmyndir að þinni aðkomu getur þú haft samband við okkur.
Að ganga í sveitina
Til þess að ganga í Hjálparsveitina Dalbjörg er best að mæta á fund, en þeir eru haldnir í húsnæðinu okkar, Dalborg í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit, fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Ef þú vilt láta vita af þér áður eða vantar upplýsingar, er best að senda fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér til hægri, eða senda tölvupóst á dalbjorg@dalbjorg.is.
Að styrkja sveitina
Hjálparsveitina Dalbjörg, Unglingadeildina Bangsa og Slysavarnafélagið Landsbjörg má styrkja með ýmsum hætti, hvort sem er með beinum styrkjum eða framlagi af ýmsu tagi.
Beint framlag
Beint framlag til Hjálparsveitarinnar Dalbjargar eða Unglingadeildarinnar Bangsa má inna af hendi á eftirfarandi reikning:
0302-26-012482 kt: 530585-0349
Gott er að setja skýringu með greiðslunni.
Bakverðir
Með því að gerast Bakvörður styrkirðu Slysavarnafélagið Landsbjörg um ákveðna upphæð á mánuði.
Heillaskeyti
Heillaskeyti Slysavarnafélagsins Landsbjargar má nálgast hér. Með þeim er unnt að styrkja starfsemi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar eða annarra sveita.
Minningarkort
Minningarkort Slysavarnafélagsins Landsbjargar má nálgast hér. Með þeim er unnt að styrkja starfsemi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar eða annarra sveita.
Auglýsingar
Langi þig eða fyrirtæki þitt að auglýsa í Dalbjargarblaðinu sem kemur út um jól ár hvert, má hafa samband við okkur á dalbjorg@dalbjorg.is. Blaðinu er dreift í öll hús í Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströnd, auk þess sem það er sent til allra auglýsenda og einnig til allra björgunarsveita á landinu.