Flýtilyklar
Útkall á Langjökul við Skálpanes
15.02.2010
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út um klukkan 17:30 í dag þegar kona og unglingur sem voru í vélsleðaferð
með hópi á Langjökli urðu viðskila við hann. Búið var að kalla út alla sleða- og snjóbílaflokka
björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og allar sveitir á Suðurlandi.
Svæðisstjórn á svæði 11 fékk ósk um að fá alla sleðaflokka af svæðinu og vorum við settir í viðbragðsstöðu klukkan 21. Klukkan 23 var ákveðið að sleðasveitir Dalbjargar, Súlna, Dalvíkur og Tinds á Ólafsfyrði leggðu af stað í Hveravelli og myndu síðan hefja leit í birtingu. Vonsku veður var á landinu og mikil hálka á vegum. Þegar við vorum á leið suður Kjöl um kl 01:30 var útkall afboðað, fólkið var fundið heilt á húfi.
Svæðisstjórn á svæði 11 fékk ósk um að fá alla sleðaflokka af svæðinu og vorum við settir í viðbragðsstöðu klukkan 21. Klukkan 23 var ákveðið að sleðasveitir Dalbjargar, Súlna, Dalvíkur og Tinds á Ólafsfyrði leggðu af stað í Hveravelli og myndu síðan hefja leit í birtingu. Vonsku veður var á landinu og mikil hálka á vegum. Þegar við vorum á leið suður Kjöl um kl 01:30 var útkall afboðað, fólkið var fundið heilt á húfi.
comments powered by Disqus