• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Ferðamennsku námskeið.

Ferðamennsku námskeið.
Elmar sleðamaður á hálendinu.

Á laugardaginn verður Ferðamennsku námskeið haldið í Varmahlíð (9-17). Þetta námskeið er eitt af grunnnámskeiðum til að verða björgunarmaður. Ef það er nægur áhugi hjá okkur er mjög líklegt að það verði haldið hér. Þannig að allir sem eiga þetta námskeið eftir, skrá sig hjá Ragga í síma 866-0524. Nánari uppl. um námskeiðið.

Tegund: Grunnnámskeið Almennt: 8.800 kr.  
Svið: Ferðamennska Fyrir félaga: 4.400 kr.  
Flokkur: Björgunarmaður 1  
Réttindi: Enginn Tímafjöldi: 8  

Markmið námskeiðs:
Að gera þátttakendur hæfari til þess að stunda ferðamennsku og útivist af öryggi við erfiðar aðstæður.
Námsgögn:
Fræðsluritið almenn ferðamennska
Búnaður námskeiðs:
Myndvarpi og tafla
Búnaður leiðbeinanda:
Enginn
Búnaður þáttakanda:
Enginn
Uppbygging námskeiðs:
Bóklegur fyrirlestur
Helstu námskeiðsþættir:
Ferðahegðun, ofkælingarhætta, fatnaður, ferða-og útivistarbúnaður, mataræði í ferðalögum, veðurfræði, snjóhúsa og neyðarskýlagerð.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is