• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fjölskyldudagur Dalbjargar

Fjölskyldudagur Dalbjargar
Það var alveg svona gott veður - Tækjamót 2013

Hinn árlegi fjölskyldudagur Dalbjargar var haldinn í Víkurskarði 1. maí.

Veðrið lék við okkur, en sól og blíða var allan tímann. Margir félagar mættu með sínar fjölskyldur og var mikið fjör í brekkunum, en vélsleðar sveitarinnar skutluðu fólki upp ásamt fleirum og ýmislegt var notað til að renna sér á; snjóþotur, sleðar, þoturassar, skíði og snjóbretti. Félagar úr Ferðaklúbbnum 4x4 voru líka á svæðinu svo það var fjölmennt, en frá Dalbjörg mættu upp undir 30 manns. 

Um hádegið voru grillaðar pylsur og boðið var upp á Svala. Veitingarnar runnu ljúflega niður, enda tekur það á að leika sér í snjónum. 

Við þökkum öllum kærlega fyrir frábæran dag!

Kveðja, stjórnin.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is