• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Góður dagur á Rigging.

Góður dagur á Rigging.
Elli ofur að bjarga mér í klettunum.

Þá er dagur 2 að kvöldi kominn og ég ný kominn heim af námskeiðinu, byrjuðum kl 8 í morgun og kominn heim 12 tímum seinna. Í dag var farið í félagabjörgun og var bóklegt fram undir hádeigi með smá verklegum sýnidæmum, tókum við síðan stefnuna út og renndum við austur í Þingvelli þar sem við æfðum félagabjörgun verklega.

Gekk hún þannig fyrir sig að maður var látinn síga hálfa leið niður klettavegg og kyrrsettur þar. Fjórir voru í hóp og rétt dugði það í kerfið sem sett er upp með aðal- og öryggslínu ásamt dobblunarsístemi 5:1. Fór síðan einn maður niður og tengdi sig og öryggslínuna við þann fasta, þeir síðan lyft aðeins til að hægt yrði að losa línuna hans og síðan sigið niður með manninn.

Góðar æfingar og kallinn lærði helling af þessu og mér sýnist ég ekki þurfa að kenna þessum mönnum neitt um þetta. 

Veðrið var auðvitað frábært, örlítil rigning með vindi svona að mestu neðan frá að mér virtist en síðan var sól eða hagl með hléum. Námskeiðið samt frábært þannig að ég gleymi alveg að njóta þeirrar upplifunar að ég er í Reykjavík.


Kominn með allann gírinn til að bjarga félaganum.


Z.Friðrik frá Hveragerði sá um að slaka mér niður ásamt einum til.

Kveðja Pétur R.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is