• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Samæfingin, Neyðarkallinn og almennur fundur

Samæfingin, Neyðarkallinn og almennur fundur
Neyðarkallinn 2012
Sælir félagar

Ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir góða æfingu á laugardaginn, þetta var alveg magnað og allir ánægðir með daginn. 

Annað mál - nú er komið að reykskynjarayfirferð og sölu á Neyðarkallinum. Við munum hefja yfirferðina seinnipartinn á miðvikudaginn. Seinnipartsvaktir  (mið, fim og fös) hefjast um 17 (eða bara þegar fólk getur farið af stað) og standa til um 21. Á laugardag og sunnudag verða tvær vaktir á dag, frá kl. 10-16 og 16-21, svona um það bil.

Ef allir taka eina vakt þá verður þetta ekkert mál - nú verða allir að vera virkir og skrá sig í athugasemdum hér fyrir neðan. Ef frekari upplýsingar vantar má tala við Halla í síma 8479844. 

Svo er auðvitað almennur fundur næsta sunnudag kl. 20:30 sem við hvetjum alla til að mæta á.

Kveðja
stjórnin.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is