Flýtilyklar
Starfið okkar að sigla af stað!
28.08.2017
Nú líður að hausti og okkar starf fer í sinn vanagang eftir Handverkshátíð.
Fyrsti almenni fundur vetrarins verður þann 3. september nk., kl. 20:30 í Dalborg. Allir eru velkomnir og þá sérstaklega nýjir félagar.
Námskeið og fleira sem er á döfinni verða vonandi komin inn fyrir fundinn og svo er auðvitað velkomið að koma með óskir um hvað þið viljið gera í vetur. Við höfum okkar föstu punkta, einn þeirra er til dæmis haustferðin sem við finnum vonandi pláss fyrir í september.
Þetta og meira til ræðum við á fundinum á sunnudag - hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin.