- 106 stk.
- 08.04.2014
Fimmtudaginn 3. apríl fóru 12 manns upp í Garðsárdal á báðum jeppum sveitarinnar, fjórum sleðum og snjóbíl. Tilgangur ferðarinnar var að moka ofan af gangnaskálanum Adda sem er þar í dalnum. Snjórinn var orðinn það mikill að hann var að sliga skálann og því nauðsynlegt að moka af honum svo ekki yrði tjón á skálanum. Lagt var af stað um kl. 17 og komið heim um kl. 23 um kvöldið. Veður og færi var gott og allir voru ánægðir með afrekið þennan daginn.