Flýtilyklar
90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar
28.01.2018
90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi.
Afmælisdagurinn sjálfur er 29. janúar og haldin verður veisla hjá öllum einingum félagsins að kvöldi hans.
Í Dalborg opnar húsið rétt fyrir klukkan 20:00. Á dagskrá eru léttar veitingar og bein útsending frá stjórnarfundi.
Fyrrum félagar eru sérstaklega velkomnir ásamt núverandi félögum, fjölskyldum og öðrum velunnurum.
Sjáumst í Dalborg, annað kvöld klukkan 20:00.
comments powered by Disqus