• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Aðstoð og Fyrsta hjálp 1

Síðustu daga hafa félagar Dalbjargar sinnt nokkrum aðstoðarbeiðnum af ýmsu tagi. Einnig sóttu um 10 manns frá okkur námskeið í fyrstu hjálp dagana 4.-5. apríl, en  þar var hann Stefán Magnús Jónsson leiðbeinandi. Námskeiðið fór vel fram í alla staði og voru þátttakendur ánægðir eftir helgina.

En við höfum sinnt ýmsu öðru meðfram námskeiðshaldi síðustu daga eins og sjá má hér að neðan.

Fimmtudaginn 3. apríl fóru 12 manns upp í Garðsárdal á báðum jeppum sveitarinnar, fjórum sleðum og snjóbíl. Tilgangur ferðarinnar var að moka ofan af gangnaskálanum Adda sem er þar í dalnum. Snjórinn var orðinn það mikill að hann var að sliga skálann og því nauðsynlegt að moka af honum svo ekki yrði tjón á skálanum. Lagt var af stað um kl. 17 og komið heim um kl. 23 um kvöldið. Veður og færi var gott og allir voru ánægðir með afrekið þennan daginn. Myndir eru komnar inn í myndasafnið.

Föstudaginn 4. apríl var farið á snjóbíl með girðingaefni upp í fjall á landamerkjum Hólsgerðis og Torfufells; staura, gaddavír og fleira. Sú ferð gekk mjög vel og allt girðingaefnið komst á réttan stað. 

Laugardaginn 5. apríl fóru 2 félagar Dalbjargar til aðstoðar við ökumann sem hafði fest bifreið sína á gamla veginum á milli Hrafnagilshverfis og Kristness. Sú aðgerð gekk vel og allir komust heilir heim.

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is