• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Aðstoð við að bjarga hestum.

Aðstoð við að bjarga hestum.
Hestanir komnir heim

Á Nýársdag var farið að grenslast fyrir um 3 hesta sem voru horfnir frá Brúnagerði í Fnjóskadal. Sáust slóðir sem lágu norður dalinn og þar upp á Vaðlaheiði, sást síðan daginn eftir til þeirra vestarlega á Bíldsársskarði.

 

 

Björgunarsveitin Þingey fór síðan á laugadag og leitaði af hestunum en snjór og ekkert skyggni var á heiðinni og sáu þeir því ekki til ferð þeirra.
   Félagar okkar í Þingey fengu því Dalbjörgu og Tý á Svalbarðsströnd í lið með sér í gær, upp á Vaðlaheiði að leita af hestunum. Fundust hestarnir austarlega á Bíldsársskarði, sunnann við Sölvabás. Ekki gekk að koma múl á hestana en þeir voru svangir og hrifsu til sín pizzur og brauð sem björgunamenn gáfu þeim.
   Þar sem mikið svell var í brekkum og klettar víða í kring var ákveðið að reka hestana stóran krók fyrir Sölvagilið og þaðan í norður og niður hjá Steinkirkju. Nokkrir bílar fóru á undan og tróðu slóð sem hestarnir fylgdu síðan alla leið niður.
   Frá Steinkirkju voru hestanir reknir suður þjóðvegin að Brúnagerði þar sem þeir voru settir inn. Öllum var síðan boðið inn á Brúnagerði í pönnsur, kaffi og bakkelsi.
Alls tóku þrjár björgunarsveitir á 8 jeppum, 6 fjórhjólum, 4 snjósleðum og um 30 manns þátt í verkefninu.

Bændurnir á Brúnagerði vilja koma fram þökkum til allra sem aðstoðuðu við að ná hestunum. 


Búið að króa hestana af
                Búið að króa hestana af.


           Hestarnir reknir niður við Steinkirkju


                Flotinn við Brúnagerði


             Pönnukökunum var gerð góð skil


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is