• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Aðstoð við ferðafólk

Fimmtudagskvöldið 10. september rakst Ingi á slæptan þýskan hjólamann sem var á gangi skammt frá Hólsgerði. Hjólið hans hafði bilað inn á dal og hann var búinn að ganga um 6 km til byggða í roki og ausandi rigningu.

Kappanum var kippt um um borð, hjólið sótt og honum veitt gisting i Ártúni. Svo var gert við hjólið daginn eftir og kappinn hélt sína leið.

Um 9:30 á sunnudagsmorgun bankaði svo jeppamaður upp á í Ártúni með gat a dekki, það var tappað og hann hélt sína leið á fjöllin.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is