• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Aðstoð við Urðarvötn

Þrír félagar fóru á Dalbjörg 1 seinnipartinn í gær til að aðstoða ferðalang sem var fastur á hálendinu. Ferðalangurinn, Svisslendingur hafði fest hjólið sitt í sandbleytu skammt sunnan við Urðarvötn og brotið af því kúplingshandfang. Strákarnir losuðu hjólið og dunduðu sér við að steypa upp kúplingshandfangið með málmkítti þannig að hjólið varð ökufært aftur. Honum var síðan fylgt til baka inn á leiðina um Eyjafjarðardal svo að hann myndi lenda í fleiri ævintýrum á Vatnahjallaleið sem er ekki fær nema vel útbúnum tækjum og staðkunnugum.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is