• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Æfing á næstunni

Æfing á næstunni
Myndin tengist ekki æfingunni.. :)

ATH. Æfingi á Þriðjudagskvöld 18 nóv. kl 19.00!

Elmar og Pétur hafa tekið að sér að skipuleggja stóra æfingu fyrir okkur Dalbjargarmenn. Hún verður mjög raunveruleg og í líkingu við æfinguna sem við vorum með í fyrra þótt aðaláherslan verði ekki skyndihjálp eins og þá. Æfingin verður í næstu viku á þriðjudagskvöldið.

Munið hitting í Bangsabúð á sunnudagskvöldið kl 20. Upprifjun í skyndihjálp og skipulag á vettvangi.

Markmiðið með æfingunni er að allur hópurinn æfi sig saman til að gera okkur markvissari og betri í okkar starfi. Þetta er æfing fyrir alla meðlimi Dalbjargar og er skyldumæting fyrir alla.
Æfingin sjálf byrjar kl 19:00 og verða menn að verða mættir fyrir þann tíma í Bangsabúð. Reiknað er með að við séum komin aftur í hús milli kl. 21-22 þá verður farið yfir æfinguna og henni lokið kl. 22:30.
Nú er gott að menn noti tímann þangað til í að rifja upp þríhyrningana þrjá í skyndihjálp, rifja upp hvaða búnaður er í bílunum, finna búnaðinn sinn og yfirfara hann.

Hvað þarf góð björgunarsveit að geta gert?

Hún þarf að hafa búnað til að koma sér á staðinn. Við þurfum sjálf að hafa þekkingu og getu til að nota tækin og þekkja umhverfið þar sem við ferðumst. Þegar við erum á staðnum þurfum við að getað leystviðkomandi verkefni og þá er skyndihjálpin númer eitt. Auk þess þurfa skipulagsatriði eins og leitartækni, snjóflóðaleit, sigbjörgun og fleira að vera á hreinu.

Til þess að geta leist verkefnið þurfum við góðan búnað í skyndihjálp auk annars búnaðar. Á meðan við gerum þetta allt þurfum við að vinna skipulega og skila mikilvægum upplýsingum frá okkur í gegnum fjarskipti.

Dalbjörg stendur mjög vel með tæki og við eigum mjög góðan skyndihjálparbúnað. Við erum með margt fólk sem kann að nota tækin og þekkir til á svæðinu. Við höfum annan lágmarks björgunarbúnað t.d. sigbúnað. Svo er það skyndihjálparkunnátta og regluleg endurmenntun hjá mannskapnum sem er mjög mikilvæg fyrir aðra þætti starfsins.  Þannig að núna þurfum við að æfa okkur sem heild og fá betra skipulag á okkur og fá sjálfstraustið upp úr öllu valdi.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og ekki reyna að hunsa þessa æfingu því þið munið sjálf sjá eftir því, þetta verður svo gaman :)  Þið sem voruð á æfinguni í fyrra munið hvað það skildi eftir fyrir ykkur og núna höldum við áfram.

Kveðja Pétur R.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is