Flýtilyklar
Æfingaferð hjá sleðaflokk.
Þann 7. febrúar lögðu Hermann og Jón af stað í æfingarferð á sleðum sveitarinnar. Í fyrstu var ætlunin að fara inn á Glerárdal en þegar þeir sáu hversu gott veðrið var ákváðu þeir að renna upp í Laugafell.
Þeir lögðu af stað frá Svertingsstöðum um hádegisbilið og keyrðu þaðan upp á Vaðlaheiði, við Bíldsárskarð. Þaðan tóku þeir beina stefnu í Gönguskörðin með smá viðkomu í Bæjar- og Kanagiljum.
Í Gönguskörðunum var nóg af snjó og margar leiðir færar, en leiðin suður upp úr gilinu var frekar erfið vegna mikils púðurs og þeir þurftu nokkrar tilraunir til að komast upp, en það hafðist. Þá tóku þeir stefnuna í Landakot og svo í Laugafell. Veðrið var alveg svakalega gott, -20 stig og glampandi sól, semsagt topp sleðaveður. Það hafði enginn farið þarna um í nokkurn tíma því það voru engar slóðir á þessari leið en í Laugafelli hittu þeir á tvo Skagfirðinga sem voru að sötra heitt kakó og gerðu sig líklega til að skreppa í laugina. Þeir félagar vildu vera komnir heim fyrir myrkur þannig að þeir lögðu af stað aftur eftir smá stopp og gekk heimleiðin þrusuvel og þeir voru komnir niður í Svertingsstaði um sexleytið, þreyttir og ánægðir eftir vel heppnaðan sleðatúr.