Flýtilyklar
Afmælishelgin og fundur
Þá er allt að verða klárt fyrir helgina!!
Það eiga allir að mæta í Bangsabúð kl. 13 á laugardag þá verður tekin hópmynd af okkur og tækjum með húsnæðið í baksýn, mikilvægt að allir mæti í rauðupeysunum sem að eiga hana. Eftir myndatöku verður klárað að undirbúa og allt haft klárt þegar gestir mæta til okkar í kaffi á opna deginum sem er frá 14:30-17. Endilega hvetjið alla til að mæta til okkar í heimsókn. =)
Nýir bolir verða komnir og kosta þeir 1500 kr stk. hafið með ykkur pening. =)
Um kvöldið verður síðan hittingur í Félagsborg þar sem boðið verður upp á Gúllassúpu og þurfið þið að skrá ykkur í það hjá Pétri. Mæting kl 19:30 og þið komið sjálf með drykkjarföng.
Almennur fundur er síðan á sunnudagskvöldið kl 20:30 í bangsabúð, boðið verður upp á afganga(ef það mæta undir 200 á opnadaginn). Það er ýmislegt á döfinni meðal annars námskeið, íþrótta-mánudagar og Stóra-Dalbjagarferðin.
En já að lokum þá er fullt af liði búið að vera að brasa í tækjum og húsnæði fyrir laugardagnn. Það á að bóna Patrol í kvöld og vinnukvöld í Bangsabúð þannig ef einhverjir geta mætt í kvöld mega þeir heyra í Pétri eða Halla.
Ég reikna með að þeir sem hafa ekki látið vita að þeir séu uppteknir á Laugardag mæti..
Hlökkum til að sjá ykkur á laugardag
Kveðja Stjórnin