• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Almennur fundur, málningarkvöld og undirbúningur

Almennur fundur var haldinn í gær, sunnudag. Hér koma fréttir af því sem er næst á dagskrá hjá okkur.


Það helsta er auðvitað afmælið okkar á laugardaginn. Búið er að senda auglýsingu í Dagskrána og sveitapóstinn og verður þetta haldið frá kl. 14:30-17. Afmælisnefndin er búin að standa sig vel, kaupa allt sem þarf og skipuleggja fóður ofan í mannskapinn, en kvenfélagið ætlar auðvitað að bjarga okkur með það. 

Á morgun, þriðjudag, ætla Helga, Halli, Ólína og e.t.v. fleiri að mála bláa vegginn í Bangsabúð. Þeir sem vilja veita þeim félagsskap er það velkomið. 

Á miðvikudag er stefnan að hafa vinnukvöld og klára að taka til, það þarf að þrífa frammi í sal, forstofu og bóna gólfið inni í fundarsal. Mæting kl. 20:00, eða fyrr ef einhverjir geta. Skráið ykkur endilega í kommentum og segið líka til um hvort þið mætið á laugardaginn.

Við metum það svo á miðvikudaginn hvenær við röðum upp búnaðinum í salnum, e.t.v. verður það gert á föstudagskvöld / laugardagsmorgun. 

Svo er afmælið sjálft auðvitað á laugardaginn. Mæting verður kl. 13 í síðasta lagi og vonumst við auðvitað til að sjá sem allra flesta, þetta er jú afmælið okkar!

Fyrir fleiri fréttir af fundinum, smellið á fréttina.



Stefnt er á að fara á Tækjamót um miðjan mars og leggja af stað fimmtudaginn 14. mars. Haraldur er með umsjón með þessari ferð og þeir sem hafa áhuga á því að fara mega setja sig í samband við hann, 8479844. 

Við höfum bókað vikuna 7.-14. júlí í hálendisgæslu og eru Haraldur, Höskuldur og Hreiðar þegar búnir að skrá sig. Aðrir sem hafa áhuga mega hafa samband við Halla. Athugið að möguleiki er á að vera hluta úr vikunni. 

Á morgun kl. 15 er hittingur á flugvellinum sem Isavia stendur fyrir vegna styrkjamála, við verðum þar með kerruna okkar. Öllum er velkomið að mæta, í rauðu peysunum auðvitað.

Nýr félagi kom til okkar, hann Tómas Ingi og var auðvitað boðinn velkominn. Á síðasta fundi var það hann Aðalsteinn frá Svalbarðsströnd sem skráði sig hjá okkur, það er alltaf að fjölga!

Við skoðuðum ljósamál hjá okkur, það þarf að fara að fjárfesta í nýjum ljósum. Stefán kom með ljós frá Sandblæstri og sýndi okkur og við ætlum að halda áfram að skoða þetta.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is