• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Bakstur fyrir Handverk

Bakstur fyrir Handverk
Sýnum nú hvað í okkur býr við bakstur.

Öll vinna fyrir handverk er á áætlun og núna þurfum við að biðja ykkur um að taka fram hrærivélina og baka tvær ofn skúffur. Allir sem leggja til vinnu (t.d. bakstur) fyrir handverkið fá armbönd og frítt inn á sýninguna þannig að ef þið getið ekki bakað sjálf þá er um að gera að plata einhvern nákominn til að baka !

Við getum valið um tvær tegundir til að baka og Raggi þarf að vita hverjir ætla að baka fyrir þriðjudag. Kökurnar þarf síðan að koma með á Hrafnagil á föstudag og laugardag.
Hér fyrir neðan eru uppskriftir að þeim tegundum sem við getum bakað.


 Gulrótarkaka

 Konfektkaka


450 gr. dökkur púðursykur

3 dl. matarolía

6 stk. egg

410 gr. hveiti

11/2 tsk. vanillusykur

3 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

11/2 tsk. natron

3 tsk. kanell

450 gr. gulrætur

50 gr. saxaðar valhnetur

Púðursykurinn og matarolía þeytt
saman og 1 og 1 eggi bætt í.
Þegar það er orðið vel þeytt,
er öllu hinu hrært saman við.
Þetta passar í  ofnskúffu.
Bakist í ca. 40 mín. ath.
fer eftir ofnum hiti er 180 gráður.

Rjómaostakrem.

200 gr. rjómaostur

125 gr. smjör

250 gr. flórsykur

1 tsk. vanillusykur

Sett yfir kökuna. 

Verði ykkur að góðu

8 eggjahvítur

280 gr. flórsykur

280 gr. Kókosmjöl

Þeyta eggjahvítur í froðu (stífa)
bæta flórsykrinum og kókosmjölinu
varlega saman  við. Passar í ofnskúffu.

Bakist við 170 gráður, í ca. 15 til 20 mín.

Krem.

8 eggjarauður

120 gr. flórsykur

200 gr. suðu súkkulaði

30 gr. smjör.

Þeyta eggjarauður þar til þær verða
að froðu, bæta þá flórsykrinum í
(bræða súkkulaðið í vatnsbaði)
setja smjörið í súkkulaðið
og bræða það þar, setja þá blöndu
saman við eggjahræruna og
setja svo kremið yfir kökuna.

Verði ykkur að góðu.










 


Prentið þetta endilega út og gerið allt vitlaust í eldhúsinu :) 

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is