• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Björgun skíðagöngumanna

Björgun skíðagöngumanna
Snjóbíll Dalbjargar

Hjálparsveitin Dalbjörg fékk útkall upp úr kl 18 í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem voru í vanda á hálendinu. Skíðagöngufólkið, maður og kona frá Frakklandi, voru á göngu suður yfir hálendið. Þau lentu í vondu veðri í dag og fauk tjald þeirra niður. Þau óskuðu eftir hjálp í gegnum tengilið sinn í Frakklandi sem kom skilaboðunum áfram til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

 

Hjálparsveitin Dalbjörg hélt þegar af stað, fór snjóbíll sveitarinnar sem var á leið í æfingarferð, upp Vatnahjalla á Eyjafjarðardal og fylgdu þrír sleðar frá sveitinni honum í kjölfarið, auk þess fóru fjórir bílar upp frá Mýri í Bárðardal.
Snjóbíll Dalbjargar fann fólkið um kl 21.30, u.þ.b 10 km. vestan Fjórðungsöldu við Bergvatnskvísl. Fólkið var vel á sig komið en voru fegin björguninni. Fólkinu var komið fyrir í snjóbílnum og tók hann stefnu í Laugafell til móts við sleðamenn Dalbjargar.

Að sögn Ingvars Ingólfssonar leiðangurstjóra á snjóbílnum er vitlaust veður á hálendinu og sér hann varla fram fyrir tönnina á bílnum. Hann sagði að vel færi um ferðamennina en þeir höfðu verið fljótir að sofna eftir að þeir komu í bílinn. Ingvar reiknaði með að halda kyrru fyrir í Laugafelli ásamt sleðamönnum þar til veðrið gengi niður. Snjóbíll frá Súlum er væntanlegur í Laugafell í nótt og mun hann ferja ferðamennina til byggða í fyrramálið.


               Snjóbíll og sleðar Dalbjargar

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is