• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Björgunarleikar á Hellu

Björgunarleikar á Hellu
Mynd frá fyrstu Björgunarleikunum í Hafnafirði
Í tengslum við landsþing Landsbjargar,
helgina 13. - 15. maí verða og að venju
haldnir björgunarleikar í nágrenni Hellu.
Keppnin er að þessu sinni í umsjá Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík
og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Búið er að skipulegga um sjö krefjandi þrautir, þar sem reynir á
fjölþættasta kunnáttu björgunarveitarmanna.

Þrautirnar eru allt frá einföldum skyndihjálparverkefnum, aðgerðum
í byggingum, böruburði, björgun úr bílum og í erfiðari aðgerða við að
koma hópnum yfir ár og fossa auk þess sem búast má við ýmsu óvæntu.

Keppnin er hugsuð á þann hátt að áhöfn venjulegs björgunarbíls
skipi hvert lið, þannig að hvert lið verði skipað 4-6 einstaklingum.

Liðið þarf að hafa fjölbreytta kunnáttu í björgunarstörfum,
vanann bílstjóra, klifurmann, leitarmann, og skyndihjálparmann.
Þrautirnar munu reyna á alla þessa þætti.

Gefin verða stig fyrir hversu vel hóparnir leysa
þrautirnar og á hvaða tíma þær eru leystar.

Fyrir keppni verður gefið út, hvaða búnað þarf í hverja þraut.

Við í Dalbjörg erum að smíða liðið/liðin og eru nokkrir búnir að skrá sig og ætla að vera með. Ef að áhugi er hjá fleirum er alveg möguleiki á að senda tvö lið en þá vantar okkur 2-3 til að vera með. Þar sem að það er búið að fækka aðeins í liðunum í ár (4-6).
Þeir sem ætla eru:
Pétur, Kristján, Viðar, Halli, Smári, (Elmar, Sunna)..  Þannig að ef einhverjir fleiri hafa áhuga endilega hafa samband sem fyrst.. (Grjóni, Steini, Hemmi)


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is