• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Björgunarmaður í aðgerðum

Á miðvikudaginn í næstu viku, þann 28. janúar, verður námskeiðið Björgunarmaður í aðgerðum haldið í Bangsabúð. Þetta námskeið er kvöldnámskeið og verður nánari tímasetning sett hér inn þegar nær dregur. Námskeiðið er hluti af Björgunarmanni 1, sem eru námskeiðin sem allir þurfa að taka til að teljast fullgildir félagar, og til að komast á útkallsskrá.
Það er hægt að skoða hvaða námskeið tilheyra Björgunarmanni 1 hér til hliðar undir flipanum "Námskeið".

Við viljum hvetja alla til að skrá sig á námskeiðið, en það gerið þið með því að fara inn á www.landsbjorg.is og smella á viðeigandi námskeið lengst til vinstri undir "Næstu námskeið" dálknum. Þar inni veljið þið "Skrá mig á þetta námskeið" og svo segir framhaldið sig sjálft.

Þegar þið hafið skráð ykkur, látið þá vita í athugasemdum hér fyrir neðan eða hafið samband við Eið til að við getum haldið utan um fjöldann.

Endilega skráið ykkur sem flest á þetta námskeið, það er mjög gagnlegt og skemmtilegt.

Sjáumst hress!

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is