Flýtilyklar
Björgunarverkefni um helgina
Um helgina var tvisvar óskað eftir aðstoð Dalbjargarmanna við jeppamenn. Á laugardagskvöldið óskuðu jeppamenn eftir aðstoð í
Vatnahjalla, en þeir voru að koma ofan úr Laugafelli í mjög þungu færi og komnir niður að sneiðingunum, sem voru þá slétt
fullir og ófærir.
Á sunnudagsmorgun fór Ingi aftur af stað á snjóbílnum ásamt tveimur jeppum og sleðaflokknum upp Vatnahjallann til að ná í jeppa sem var skilinn eftir sunnan við Bergland daginn áður vegna bilunar. Ferðin gekk vel og gert var við bilunina svo hægt var að aka bílnum niður í byggð.
Sleðaflokkurinn hélt þá för sinni áfram inn á hálendið. Farið var niður að Grána og Geldingsárdrögin skoðuð, þaðan var farið vestarlega leið suður í Laugafell.
Frá Laugafelli var tekinn hringur suður fyrir Hnjúkinn og kíkt á Tóbakstorfu, og svo þaðan upp á Hnjúkinn til að dást að útsýninu. Þaðan sást vel í kring; vestur á Illviðrahjúka, norður á Mælifellið og alla leið austur á Herðubreið. Við renndum aftur við í Laugafelli og "trökkuðum" nýja leið á hefðbundnum slóðum í gegnum Bergland og niður Vatnahjallann.
Góð ferð í sól og blíðu, þar sem við ókum um 100 km.
Ingi mættur í efsta sneiðing í hliðarhalla og púðri.
Hemmi að renna upp hjallann
Sleðaflokkurinn upp á Krelingarhnjúk.