• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Blaðið og flugeldar

Blaðið og flugeldar
Svangt vinnufólk á laugardaginn

Jæja kæru félagar!

 
Nú er vinnunni við blaðið okkar að ljúka og þökkum við kærlega fyrir alla hjálp sem veitt var við þá vinnu, hvort sem var myndasöfnun, greinaskrif, auglýsingasöfnun eða annað. Próförkin ætti að vera tilbúin í vikunni og prentuð eintök fljótlega eftir það. Þá þarf bara áhugasama ökumenn í dreifingu, sem mega vera í sambandi við hana Gullu með það. 
 
Síðustu vikur hafa verið mörg vinnukvöld og vinnudagar í húsinu okkar, og nú er verið að ljúka vinnu við að setja útkeyrsluhurð á austurvegginn, sem mun verða heljarinnar breyting fyrir okkur. Sú vinna hófst síðasta laugardag og komu margar hjálpsamar hendur að verkinu. Gulla og Hólmfríður voru svo yndislegar að elda kjötsúpu ofan í mannskapinn og hefur ekki annað heyrst en að vinnufólk hafi verið hæstánægt með matinn. 
 
Flugeldavertíðin er nú að fara í gang og hefur Hermann unnið hörðum höndum að undirbúningi síðustu vikurnar. Flugeldafundur verður haldinn miðvikudagskvöld, í Félagsborg kl. 20:00 (óstaðfest þó, hafa samband við Halla, 8479844 um nánari upplýsingar). Mikill dugnaður hefur verið í félögum síðustu vikur og vonum við að vinnugleðin haldi áfram í flugeldasölunni, en þetta er mjög skemmtilegur tími í starfi sveitarinnar. 
 
Takk fyrir alla vinnuna - áfram svona!

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is