• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Dagur 5, alltaf eitthvað nýtt.

Dagur 5, alltaf eitthvað nýtt.
Þetta var með flóknara móti í dag.

Dagurinn var notaður í félagabjörgun í klifri, þar sem gert var ráð fyrir að menn væru tveir á ferð og lítill búnaður. Við byrjuðum auðvitað í morgun með því að hlusta á fyrirlestra og var farið í gegnum krafta sem hafa áhrif á akkeri. Eftir það fórum við í bílageymsluna og renndum í gegnum vinnubrögð í tveggja manna félagabjörgun.

Síðan renndum við upp á Þingvelli, skiptum okkur i þriggja manna hópa þar sem einn var öryggismaður og hinir tveir æfðu vinnubrögðin. Friðrik Hvergerðingur og Ágúst frá Árborg voru með mér og renndum við þrisvar í gengum þetta svo allir fengu að reyna sig. Að lokum fóru Kirk og Mike í gegnum vinnubrögð þegar bjarga á manni upp úr sprungu á jökli og vengaveltur í kringum það.

Veðrið var glæsilegt á æfingunni miðað við hvernig það var í morgun þegar ég skreið úr rekkju, vindnauð og rigningar slagviðri að sunnlenskum sið. Núna get ég ekki beðið eftir því að komast heim og sýna og kenna mönnum (stelpunum líka) það sem ég hef lært á þessu námskeiði.

Kveðja Pétur

Helgi að bjarga Björk og Ásgeir bíður eftir björgun.

Ágúst að fara fram af brúninni til að bjarga Frikka.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is