• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Dalbjargarferðin

Dalbjargarferðin
Bangsi í nýjum búningi
Það er góð helgi að baki en um síðustu helgi var farið í "stóru" Dalbjagarferðina. Við lögðum af stað á föstudagskvöld upp Vatnahjalla og haldið í Bergland og gist þar, á laugardeginum var farið norður á Nýjabæjarfjall og margir dalir þræddir og svæðið skoðað vel í blíðunni áður en menn fikruðu sér suður með Austurdalnum inn í Grána. Það voru síðan 16 manns sem snæddu lambaklafa í Berglandi um kvöldið. Berglandsskáli stóð undir væntingum og gott betur þrátt fyrir að það hafi verið í þrengralagi á hópnum þá var þetta mjög notalegt. Haldið var heimleiðis um Urðarvötn og niður Hafrárdalinn með Patrol í bandi vegna háfjallaflennsu sem greip hann. Alls voru 18 manns á ferðinni á 3 jeppum, Bangsa og 6 sleðum.


Flotinn við Litla-Kot á nýjabæjarfjalli


Dalbjörg 1 og Palli.. Palli varst þú ekki á sleða???


Staðalbúnaður í þessa ferð.. Sólgleraugu og motta..


Svangur sleðamaður.. Reyni munaði ekki um að hesthúsa einum klafa..


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is