Flýtilyklar
Dalbjargarferðin mikla
20.03.2010
Um næstu helgi, 26.-28. mars verður Dalbjargarferðin mikla farin. Nú hefur verið ákveðið að fara upp í Réttartorfu ásamt 4x4
klúbbnum og þaðan til að skoða Geysisflakið.
Fyrsti hópur fer frá Akureyri um kl. 16 á föstudaginn, en möguleiki er á að fleiri hópar fari síðar um daginn. Þá verður farið upp í Réttartorfu þar sem gist verður um kvöldið. Snemma á laugardagsmorgun verður haldið af stað til að skoða Geysisflakið. Þaðan verður farið niður í Dreka og gist þar um nóttina. Ekki er enn ákveðið hvaða leið verður farin heim, það fer eftir færð um helgina.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Eysteini í síma 8663199. Svo er hægt að skrá sig bæði hjá honum og hér á síðunni.
Vonumst til að sjá sem flesta!
comments powered by Disqus