• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Eldur í hesthúsi

Eldur í hesthúsi
Bíll slökkviliðsins eftir útkallið

Rétt um miðnætti fékk Slökkvilið Akureyrar tilkynningu um eld í hesthúsi við Jódísarstaði í Eyjafjarðarsveit. Vonskuveður var á svæðinu og blindbylur. Ferð slökkviliðsins á eldstað sóttist hægt sökum slæms skyggnis. Hjálparsveitin Dalbjörg var einnig kölluð út, en sveitin aðstoðar slökkviliðið í eldútköllum og björgunarstörfum í Eyjafirði.

Fljótlega fengust upplýsingar um að engin dýr væru í húsunum og þegar slökkviliðið átti skammt eftir þá bárust upplýsingar um að húsið væri að mestu brunnið. Unnið var í að slökkva í glæðum og síðan að tryggja lausar þakplötur. Slökkvistarfi lauk um hálf þrjú og voru menn komnir aftur í hús klukkan fjögur í nótt.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is