Flýtilyklar
Endurskinsmerki
10.10.2012
Þriðjudaginn 2. okt fóru Guðlaug og Bjarney með endurskinsmerki og bókamerki frá Landsbjörg í Hrafnagilsskóla og Leikskólann
Krummakot. Krakkarnir voru mjög ánægð með þessa heimsókn og fengu vonandi allir endurskinsmerki við sitt hæfi. Við mælum auðvitað
með því að krakkarnir noti merkin því þau eru bráðnauðsynleg í myrkri og geta komið í veg fyrir slys. Krakkarnir í 5
bekk kíktu svo með okkur út og skoðuðu Dalbjörg 1 og við fengum að smella nokkrum myndum af þeim. Leikskólakrakkarnir voru hissa að sjá
þennan stór bíl koma inná planið og voru mjög forvitin um þennan risa bíl og fengu líka að skoða og mynd af sér með
bílnum.
comments powered by Disqus