• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Skyndihjálp hjá unglingadeild

Skyndihjálp hjá unglingadeild
Frábær mæting

Þann 9 febrúar sl. héldum við skyndihjálparnámskeið fyrir unglingadeildina. Einnig mættu félagar úr unglingadeildinni hjá Týr á Svalbarðseyri. Alls voru 33 krakkar mættir í Bangsabúð og er það frábær mæting.

Leiðbeinandi var Pétur Róbert sem starfar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar. Hann tók grunnatriðin í skyndihjálp og skiptum við svo hópnum í 3 hópa og fór hver hópur á ákveðna stöð sem við höfðum sett upp. Sigrún var með aðra sjúkratöskuna okkar og sýndi krökkunum blóðsykursmæli og súrefnismettunarmæli og krakkarnir fengu að sjálfsögðu að prófa. Marsibil var svo með leik þar sem við vorum búin að setja upp þrjá þríhyrninga og krakkarnir fengu miða með ýmsum atriðum og áttu að raða í rétta þríhyrninga, allt eftir þríhyrningareglunni sem kennd er í skyndihjálp. Pétur og Helga voru svo með spelkur og fóru yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar komið er á vettvang, og krakkarnir fengu svo að prófa spelkurnar og bakbretti.
Þetta gekk prýðilega og við viljum þakka krökkunum frá okkur og einnig félögum úr Björgunarsveitinni Tý fyrir frábæra þáttöku.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is