• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Allt klárt fyrir Handverkshátíð

Allt klárt fyrir Handverkshátíð
240 m2 veislutjald að rísa

Undanfarna daga og vikur hefur verið mikið að gera hjá okkur við að undirbúa Handverkshátíð og í gær var loka dagur í undirbúningi þegar að tjöldin komu norður. Voru 14 manns frá Dalbjörgu meira og minna í allan gærdag á Hrafnagili að setja upp tjöld og útisvæðið.

Í dag klukkan 11:30 mun Gísli Einarsson fréttamaður setja sýninguna og fer þá allt á fullt á sýningarsvæðinu. Við verðum með mannskap alla dagana á sýningunni og búið að manna þetta allt en við verðum með sjúkragæslu, umsjón með brunaslöngubolta, grill og umsjón með kvöldvöku auk annara umsjónarverka þar sem að Snorri og Raggi eru á fullu.
Þeir sem hafa komið að sýningunni á einn eða annan hátt frá frítt á sýninguna, talið við Ragga og fáið armbönd.

Vil síðan minna ykkur á að ALLIR þurfa að mæta um kl 18 á mánudag til að taka niður sýninguna. það er mjög mikilvægt.

Kveðja Pétur

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is