Flýtilyklar
Sumarferð 5. júní
Planið er að leggja af stað laugardaginn 5. júní um kl. 10, labba inn í Kotagilið og snæða þar kakó og kleinur við fossin sem er í botni gilsins. Við komum svo við í Varmahlíð á leiðinni í Austurdalinn svo menn geti fengið sér pulsu og rjóma:) Rennum svo í Merkigilið og löbbum ofan í gilið en það er víst mjög flott.
Eftir það liggur leið heim, nema að menn viti um eitthvað fleira sniðugt sem er hægt að gera og ef tími gefst. Þessar leiðir eru báðar léttar og skemmtilegar en maður verður að hafa með sér aukaskó og hjálm því það geta alltaf fallið einhverjir smásteinar úr klettunum í Kotagilinu. Einnig er hugsanlegt að það þurfi að vaða ána á kafla til að komast inn að fossinum, en það er aldrei mikið í ánni þannig að menn og konur þurfa ekki að vera smeykir við hana. Ef að það eru einhverjir sem vilja koma með en eiga ekki hjálm eða hafa aðrar spurningar þá er bara að hafa samband við okkur og við reynum að redda því.
Við hvetjum alla til að skrá sig og taka þátt í þessari frábæru ferð sem verður ógley-man-leg.
Muna eftir réttum fatnaði:
- Gönguskóm
- Aukaskóm (fyrir ána) (ef gönguskórnir leka :))
- Hjálm
- Góða skapinu :)
- Sólgleraugum (því það verður svo gott veður)
- Nesti
- Myndavél (Myndir handa Pétri í blaðið)
- Léttum útivistarfötum
- GPS ef við týnumst :) (Sprelligrín)
- Tjald (ef við kunnum ekki á GPS)
Skráning er á síðunni í athugasemdum.
Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega heyra í Halla í síma 847-9844
Kv. Nefndin.
Binni Síðbjúga, Haraldur Hárgrái, Massi Ferguson, Helga Marmelaði.