• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Eftirgrennslan að beiðni lögreglu

Fimmtudagskvöldið 13.ágúst um kl. 21:50 barst beiðni frá lögreglu um að svipast um eftir fólki sem ætlaði frá Akureyri upp í Laugarfell en hafði ekki skilað sér. Við nánari athugun og samtal við fólk sem var að koma niður dalinn var líklegur bíll staðsettur um 25 km innan við Hólsgerði eða mjög norðarlega á fjallinu inn af Eyjafirði.

Ingi í Ártúni fór af stað fram dalinn og hafði með sér hjólatjakk ásamt slatta af verkfærum. Um kl. 22:45 kom hann að fólkinu þar sem þau voru búin að vera stopp í 7 klukkustundir. Ástæðan var sú að dekk á bílnum hafði sprungið og sat fast þótt þau og fleiri væru búin að reyna að ná því undan bílnum. Málum var auðvitað bjargað snarlega og fólkinu svo fylgt áleiðis til Akureyrar þar sem lögreglan var upplýst um gang mála.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is