Flýtilyklar
Ökumaður í vanda við Möðrufell.
16.11.2007
Stór pallbíll með hestflutningavagn lenti útaf heimreiðinni á Möðrufelli í byrjun mánaðarins. Ökumaðurinn ætlaði sér að keyra upp heimreiðina en var ekki staðkunnugur þannig að hann gerði sér ekki grein fyrir brattanum á heimreiðinni.
Fyrir utan það að það væri myrkur var hálka og snjókoma og stöðvaðist bíllinn í brekkunni og rann aftur á bak og noður af, ofan í skurð.Þrír menn fóru frá okkur á bíl auk þess að Hlynur á Kvisti kom á stórri dráttarvél. Þurfti mikil átök til að draga bílinn og vagninn, sem vógu um 5 tonn upp á veginn aftur.
Bílstjórinn var mjög þakklátur aðstoðinni enda var hann orðinn nett taugastrekktur eftir þessa uppákomu.
Bíllinn og vagninn skemmdust lítillega.
comments powered by Disqus