Flýtilyklar
Ýmislegt úr starfinu
Hittingur var hjá nokkrum sleðamönnum í kvöld. Sleðarnir voru smurðir, bónaðir og kúplingarnar hreinsaðar. Skipt var um kerti og dittað að hlífðarpönnu á öðrum þeirra. Í síðustu viku var farið með sleðana og Patrol á opnadaga í Verkmenntaskólanum til að kynna starf sveitarinnar. Daginn eftir var síðan farið með annann sleðann í Mótormax þar sem þeir skiptu út skemmdu hlutunum í gírhúsinu.
Síðast liðin mánudag fóru Rolf, Pétur og Jóri í smá ferð inn á Garðsárdal og Vaðlaheiði.Næstu helgi eru Hemmi og Jón Elvar (litli Hemmi) búnir að óska eftir að fara að æfa sig á sleðunum á laugardeginum og síðan eru Valli og Palli (vá gegt fyndið) búnir að óska eftir að fara á þeim á sunnudag.
Síðan er auðvitað verið að leita eftir fólki í gæslu á Söngkeppni framhaldsskólana sem verður í Íþróttahöllinni á laugardagskvöldið. Þeir sem geta mætt látið vita til Jóra í síma 868-1401.
Munið síðan fjölskyldudaginn og Aðalfundinn um þar næstu helgi.