• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar
Þorbjörn og Helgi handsala samninginn

Þann 15. desember undirrituðu Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Schiöth félagi í Hjálparsveitinni Dalbjörg samstarfssamning milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.

Samningurinn felur í sér að Hjálparsveitin Dalbjörg tekur að sér að aðstoða Slökkvilið Akureyrar við slökkvi- og björgunarstörf í Eyjafjarðarsveit og nágrenni.Slökkvikerra með dælu, slöngum og öðrum búnaði verður staðsett í Bangsabúð, húsnæði hjálparsveitarinnar að Steinhólum. Slökkvilið Akureyrar mun sjá um að þjálfa og halda æfingar fyrir hjálparsveitina en ráðgert er að innan hennar muni 6-8 manna hópur sjá um þennan þátt. Þar að auki mun Slökkviliðið styðja við bakið á hjálparsveitinni með námskeiðum og annarri fræðslu. Þessi samningur er stór viðurkenning fyrir Dalbjörg á því starfi sem hún hefur sinnt síðustu ár.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is