• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fjölskyldu útilega Dalbjargar í Ásbyrgi

Nú er stefnan tekin í Vesturdal við Ásbyrgi og er planið að menn hittist þar á föstudagskvöldi. Á föstudagskvöldinu ætlum við að grilla, fara í leiki og fleira skemmtilegt. Svo á laugardeginum er stefnt að því að sem flestir fari saman og labbi Hljóðaklettana sem eru í Jökulsárgljúfrum. þetta er létt og skemmtileg ganga sem allir ættu að hafa gaman af. Eftir það verða menn að koma sér saman um hvað eigi að gera því margt er í boði og skoðun manna misjöfn. Það sem í boði er á svæðinu eru t.d. fleiri gönguleiðir í átt að Dettifossi, skoðunarferð um Ásbyrgi og nágrenni, keyra inn að Dettifossi svo eitthvað sé nefnt. Um kvöldið verða grillaðir hamborgarar og pylsur í boði sveitarinnar, en auðvitað er fólki frjálst að koma með sinn eiginn mat. Eftir grillið verður kvöldvaka, þá ætlum við að fara í leiki og svo verður sungið og trallað fram undir morgun ;)
Á sunnudeginum er stefnt á að taka lengri leiðina heim og koma við á Mývatni og koma við í  Dimmuborgum og fyrir þá sem vilja enda útileguna hreinir ætlum við að koma við í Jarðböðunum.

Verð á tjaldsvæðinu er 950 kr fyrirfullorðna, 13- 16 ára borga 500 kr nóttina en börn 12 ára og yngri fá frítt.

Nú er um að gera að tjá sig í athugasemdum hér fyrir neðan hvort/hvenar þið ætlið að koma, með hvað marga með ykkur og hvað ykkur langar að gera.

Kveðja FRÁBÆRA SUMARNEFNDIN - Binni ;)Halli að grilla

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is