Flýtilyklar
Fjölskyldudagur Dalbjargar - og skráning á Landsþing!
06.05.2013
Kæru félagar
Takk fyrir skemmtilegan dag, þið sem tókuð þátt í flugslysaæfingunni!
Næsta fimmtudag - uppstigningardag - 9. maí - verður fjölskyldudagur Dalbjargar haldinn uppi á Víkurskarði. Við ætlum að hittast
þar kl. 11:00 með okkar besta skap, snjóþotur, sleða, skíði, bretti eða hvað sem ykkur dettur í hug og skemmta okkur saman. Pylsur og með
því verða í boði fyrir alla sem vilja. Megið endilega láta vita í kommentum hvort þið komið.
Svo verður nóg að gera út maímánuð, því að helgina 24.-25. maí verða Landsþing Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, Björgunarleikar og árshátíð S.L. haldin hér á Akureyri.
Helgin byrjar með hittingi á föstudagskvöldinu í Laugarborginni okkar, þar sem við munum grilla og skemmta okkur með öðrum sveitum. Snemma
á laugardaginn byrja svo Björgunarleikar og Landsþing sem standa yfir daginn. Árshátíðin verður haldin með pompi og pragt í
Íþróttahöllinni um kvöldið. Miðaverð á árshátíðina er kr. 6.400 og mun Dalbjörg greiða niður a.m.k. helming
fyrir hvern félaga.
Nauðsynlegt er að skrá sig á herlegheitin, en skráningin fer fram á innra
svæðinu á Landsbjargarsíðunni. Notandanafn er kennitalan ykkar og lykilorð hafið þið sjálf búið til. Ef þið
hafið aldrei farið inn á innra svæðið er fyrsta lykilorðið: Fyrstu fjórir stafirnir í nafninu ykkar (fyrsti stafurinn stór), punktur, 1234.
T.d. Kristján - Kris.1234 Ef vandræði eru með skráningu getið þið haft samband við skrifstofu S.L. í tölvupósti eða
síma.
Ef þið hafið áhuga á því að mynda lið á Björgunarleikana skulið þið endilega hóa
í félaga og búa til lið. Skráning liða er líka á innra svæðinu. Það þurfa að vera 6 manns í liði, þar
af 1 liðsstjóri. Einnig verður mögulegt að setja saman lið úr mismunandi sveitum og verður eins konar markaður í gangi með einstaklinga sem
langar að taka þátt en hafa ekki náð að setja saman lið.
Vonandi sjáum við sem flesta á fimmtudaginn og auðvitað fjölmennum við á allt saman 24.-25. maí!
comments powered by Disqus