Flýtilyklar
Fjölskyldudagur Dalbjargar 2010
18.04.2010
Nú er komið að hinum árlega fjölskyldudegi Dalbjargar. Hann verður haldinn næsta sunnudag, þann 18. apríl uppi á Víkurskarði.
Þangað eiga allir sem vettlingi geta valdið að mæta með sín tæki og tól til að renna sér á, hvort sem það er
snjóbretti, vélsleði, snjóþota eða bara ruslapoki!
Dalbjörg verður með grill á staðnum, þannig að allir geta tekið með sér eitthvað gott á grillið til að gæða sér á eftir rennslið. Ekki spillir ef fólk myndi kippa með sér stólum og jafnvel útileguborðum, ekki seinna vænna að taka þau í notkun.
Þeir sem þurfa far upp á Víkurskarð geta mætt við Leirunesti kl. 10:30 á sunnudagsmorgun og fengið þannig far með bílum Dalbjargar. Aðrir mæta sjálfir upp á Víkurskarð kl. 11:00.
Við vonumst auðvitað eftir góðri mætingu og skemmtilegum degi saman á Víkurskarði.
Sjáumst hress!
Dalbjörg verður með grill á staðnum, þannig að allir geta tekið með sér eitthvað gott á grillið til að gæða sér á eftir rennslið. Ekki spillir ef fólk myndi kippa með sér stólum og jafnvel útileguborðum, ekki seinna vænna að taka þau í notkun.
Þeir sem þurfa far upp á Víkurskarð geta mætt við Leirunesti kl. 10:30 á sunnudagsmorgun og fengið þannig far með bílum Dalbjargar. Aðrir mæta sjálfir upp á Víkurskarð kl. 11:00.
Við vonumst auðvitað eftir góðri mætingu og skemmtilegum degi saman á Víkurskarði.
Sjáumst hress!
comments powered by Disqus