Flýtilyklar
Fjölskyldudagurinn
02.05.2009
Fjölskyldudagurinn okkar var haldinn uppi á Víkurskarði þann 1. maí. Hann heppnaðist mjög vel í alla staði og mætingin var mjög
góð, eða um 30-40 manns.
Lagt var af stað frá Leiru um kl. 11:30 á tveimur jeppum hjálparsveitarinnar og svo einkabílum. Margir voru með vélsleða með sér og einnig
snjóbretti, snjóþotur og Stiga sleða. Auðvitað var grillið með í för og við grilluðum pylsur sem voru borðaðar með
góðri lyst.
Fyrst leit út fyrir að veðrið yrði ekkert sérstakt, en svo rættist heldur betur úr því, vindinn lægði og sólin lét sjá sig. Það er óhætt að fullyrða að allir skemmtu sér mjög vel og þökkum við félögum Dalbjargar og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir daginn!
Fyrst leit út fyrir að veðrið yrði ekkert sérstakt, en svo rættist heldur betur úr því, vindinn lægði og sólin lét sjá sig. Það er óhætt að fullyrða að allir skemmtu sér mjög vel og þökkum við félögum Dalbjargar og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir daginn!
comments powered by Disqus