• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Flugeldafundur

Flugeldafundur
Búmm búmm

Í kvöld var haldinn flugeldafundur fram í Bangsabúð. Þar mættu 13 manns og var farið yfir skipulag á flugeldasölu og raðað niður á vaktir. Ennþá vantar samt ennþá menn á einhverjar vaktir og á næturvaktir

þannig að nú verða menn að láta Ragga s:8660524 vita hvaða vaktir þeir geta tekið.

Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og því gríðarlega mikilvægt að sem flestir séu með, og það geta allir lagt sitt af mörkum.  Munið að margar hendur vinna létt verk.

Á fundinum var líka farið yfir blaðið en það er í prentun nú um helgina. Því verður dreift eins og venjulega á annan í jólum til sveitunga okkar. Við hvetjum félaga til að nálgast það hjá Pétri á morgun svo að þið getið komið því til vinnufélaga og kunningja.

Að lokum var farið yfir átak sem stendur yfir í söfnun á gömlum farsímum og hún verður í gangi á flugeldasölunni og eftir áramót. Við fáum greitt fyrir hvern síma í hvaða ástandi sem hann er og er því mjög mikilvægt að við stöndum saman og söfnum saman eins mörgum símum hjá okkur, vinum og sveitungum.

Fundurinn var skemmtilegur og voru miklar umræður. En við minnum aftur á að þeir sem ekki gátu mætt á fundin en vilja og geta lagt sitt af mörkum í okkar stærstu fjáröflun að setja sig í samband við Ragga s:8660524 sem fyrst.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is