• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir af starfinu

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur undanfarið og vil ég þakka ykkur öllum fyrir að vera svona jákvæð og dugleg. Hér koma nokkrir molar af því helsta sem er búið að vera í gangi hjá okkur.
Ég vil minna á að allir þeir sem að koma að vinnu við Handverk fá frítt á sýninguna. Raggi mun hafa umsjón með því að útdeila armböndum til ykkar.



# Vinna við handverk er í fullum gangi og núna er aðeins einn dagur (fimmtudagurinn 5. ágúst) í loka uppsetningu á tjöldum og öðru. Þar þurfum við alla sem mögulega geta mætt, til að hjálpa til.

# Það þarf að baka fyrir handverkið eins og þið sjáið í fréttinni hér fyrir neðan.

# Eiður, Halli og Smári eru að koma heim í dag en þeir eru búnir að vera í Hálendisgæslu á Sprengisandi síðustu vikuna og höfðu mikið að gera.

# Það var gæsla á tjaldsvæðinu á Hrafnagili um síðustu helgi.

# Gæsla á tjaldsvæðinu á Hrafnagili um versló er mönnuð og verða 10 félagar sem að skipta henni með sér.

# Dalbjörg 1 er á Akri og þar eru Hlynur og Ingi að fara að byrja að breyta og bæta bílinn.

# Dósadallinn á Hrafnagili höfum við þurft að tæma reglulega.


Ég vona að ég mæti sama viðhorfinu áfram og að þið látið vita þegar að þið komist. Þið sem hafið verið upptekin, ekki hika við að heyra í okkur því að þá verður þetta enn léttara og skemmtilegra fyrir alla.

Kveðja,

Pétur formaður.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is