Flýtilyklar
Handverkshátíðarfundur !
Þann 13. júlí verður almennur fundur í Dalborg.
Við ætlum aðallega að ræða Handverkshátíðina og vinnuna okkar þar, verðum að ná upp hörkustemningu bæði í undirbúningi og á meðan hátíðinni stendur. Þetta er bara skemmtilegt, vinnum með öllum hinum félögunum í sveitinni og vinnum öll saman. Svo ræðum við fleiri hluti líka á fundinum.
Vinnan byrjar þó að öllum líkindum núna um helgina, þurfum að ná í dót fram í Sólgarð. Bubbi verður með það á sínum snærum og við auglýsum það sérstaklega.
Svo eru það 24. júlí í teppalagningu og 25. júlí í uppsetningu sýningarkerfis.
Handverkshátíðin sjálf verður dagana 7.-10. ágúst. Vinnan á hátíðinni sjálfri felst í sjúkragæslu og bílastæðagæslu, ásamt því sem við þurfum fullt af fólki til þess að vinna á grillveislunni á laugardagskvöldið. Takið dagana endilega frá! Það er hún Gulla sem ætlar að sjá um að halda utan um skráningar á vaktir, svo ef þið hafið spurningar um vaktir eða viljið einfaldlega skrá ykkur - heyrið í henni.
Við setjum inn meiri upplýsingar fljótlega, auk þess sem Ragnar, Víðir og Eiður vita allt um málið ef þið viljið spyrja um eitthvað.
Komið á fund, fáið ykkur kleinu og hittið hina félagana. Bara gaman !
Kveðja, stjórnin.